26 September 2003 12:00
Lögreglan í Reykjavík fylgdist í gær ( fimmtudag 25-09) með því hvort farið væri að reglum um flutning um Hvalfjarðargöng. Þann 10 apríl sl. var birt auglýsing frá lögreglustjóra um takmarkanir á umferð um göngin. Fela þær reglur meðal annars í sér að bannað er að flytja eldfimt gas í tönkum og sprengiefni yfir 50 kg auk þess sem tímatakmarkanir eru á flutningi á eldsneyti.
Að þessu sinni voru stöðvaðar 18 vörubifreiðar og kannað með farm þeirra með tilliti til framangreindra reglna. Engar athugasemdir voru gerðar að þessu sinni.