23 Júní 2012 12:00
Á morgun, sunnudaginn 24. júní, verður vígsluathöfn í Hallgrímskirkju klukkan 14 og er búist við fjölmenni. Gera má ráð fyrir talsverðri umferð fyrir og eftir athöfnina en lögreglan hvetur kirkjugesti til að mæta tímanlega og minnir á nauðsyn þess að ökutækjum sé lagt löglega. Höfum ávallt hugfast að illa og ólöglega lagðir bílar skapa oft vandræði fyrir gangandi vegfarendur svo ekki sé nú talað um neyðarakstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs þegar hætta er á ferðum.