4 Nóvember 2014 12:00
Hundrað áttatíu og fimm ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Auk þessa voru fjórtán aðrir ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina.
Lögreglan hafði sömuleiðis afskipti af tæplega fimmtíu ökutækjum í borginni um helgina, en þeim var öllum lagt ólöglega. Þá voru hátt í tuttugu ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en ljósabúnaði ökutækja þeirra var áfátt.