10 Febrúar 2014 12:00

Tvö hundruð fimmtíu og fimm ökumenn voru stöðvaðir í borginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Við eftirlitið vakti það enn fremur athygli lögreglu að ljósabúnaði allmargra ökutækja var áfátt, en lögreglan hvetur ökumenn til að hafa hann alltaf í lagi.