7 Apríl 2014 12:00

Tvö hundruð og áttatíu ökumenn voru stöðvaðir á miðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Einum til viðbótar var gert að hætta akstri en sá hafði neytt áfengis en var undir refsimörkum. Þetta segir þó ekki alla söguna því alls voru sautján ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en hinir síðarnefndu fjórtán ökumenn voru stöðvaðir víðs vegar í umdæminu.