13 Nóvember 2017 16:16

Þrjú hundruð ökumenn voru stöðvaðir á miðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Fjórir þeirra reyndust ölvaðir og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var enn fremur gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum.