18 Janúar 2011 12:00

Tæplega þrjú hundruð ökumenn hafa verið stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir og/eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.

Við þetta eftirlit hefur það vakið athygli lögreglumanna að allmargir ökumenn nota ekki bílbelti. Slíkt kemur nokkuð á óvart enda á öllum að vera ljóst mikilvægi þeirra.