25 Júní 2013 12:00

Þrjú hundruð tuttugu og fimm ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér.