3 Júlí 2012 12:00

Fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Níu þeirra reyndust ölvaðir við stýrið og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Eftirlitið fór m.a. fram í miðborginni og í Víðidal, en þar var haldið velheppnað Landsmót hestamanna.