12 Febrúar 2008 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti umferðareftirliti nú sem endranær en þessa dagana er m.a. fylgst sérstaklega með því að ökumenn tali ekki í síma nema að handfrjáls búnaður sé til staðar. Lögreglan fylgist einnig grannt með því að bílbeltin séu spennt og að hleðsla og frágangur á farmi sé samkvæmt settum reglum. Reglulegt eftirlit með ölvunarakstri er sömuleiðis ávallt til staðar og mega ökumenn búast við að verða stöðvaðir vegna þessa víðsvegar í umdæminu.