11 Október 2007 12:00

Frá hádegi á þriðjudag og fram að hádegi á miðvikudag voru brot rúmlega 430 ökumanna mynduð er lögreglan sinnti eftirliti á Sæbraut við Langholtsveg. Í heildina voru 7.612 ökutæki vöktuð og voru því um 6 prósent þeirra ökumanna sem áttu þarna leið um myndaðir. Á þessu svæði er hámarkshraði 60 km/klst. en meðalhraði þeirra ökutækja sem voru mynduð var tæplega 75 km/klst. Í heildina voru 79 ökutæki á 80 km/klst. eða meira, þar af eitt á 100 km/klst.