14 Apríl 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var víða við umferðareftirlit um helgina og stöðvaði marga ökumenn vegna þessa. Nefna má að í vesturborginni voru allnokkrir teknir fyrir hraðakstur, m.a. í Ánanaustum, en þar hefur oft verið kvartað undan ógætilegum akstri ökumanna. Lögreglan var líka við hraðamælingar í Breiðholti, en í Arnarbakka var einn ökumaður sviptur ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðaksturs. Þá voru nokkrir tugir ökumanna stöðvaðir vegna ýmissa annarra brota. T.d. fyrir að nota ekki öryggisbelti, tala í síma án handfrjáls búnaðar, aka gegn rauðu ljósi og loks var einn ökumaður tekinn fyrir svigakstur. Hinir sömu eiga allir sekt yfir höfði sér.

undan ógætilegum akstri ökumanna. Lögreglan var líka við hraðamælingar í Breiðholti, en í Arnarbakka var einn ökumaður sviptur 

ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðaksturs. Þá voru nokkrir tugir ökumanna stöðvaðir vegna ýmissa annarra brota. T.d. fyrir að nota ekki öryggisbelti, tala í síma án handfrjáls búnaðar, aka gegn rauðu ljósi og loks var einn ökumaður tekinn fyrir svigakstur. Hinir sömu eiga allir sekt yfir höfði sér.