27 Október 2003 12:00

Í síðustu viku (20 til 24 okt.) hafði lögreglan í Reykjavík sérstakar gætur á umferðinní Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósarsýslu. Fylgst var með hraðakstri á þeim stöðum sem borgarar hafa tilkynnt um slíkan akstur og einnig þar sem lögreglan hefur sjálf veitt athygli að á hraðakstri hefur borið. Alls voru 19 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur þessa daga. Þá voru gerðar athugasemdir vegna skoðunarstöðu 6 ökutækja,  11 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og tveir fyrir að fara ekki að reglum um frágang á farmi. Eftirlitinu sinntu lögreglumenn frá Mosfellsbæjarstöð auk lögreglumanna frá umferðardeild embættisins og lögreglumanna frá umferðardeild Ríkislögreglustjórans.

Í þessari viku  (27 til 31 okt.)verður sambærilegt eftirlit í Grafarvoginum og munu lögreglumenn sérstaklega fylgjast með hraðakstri, einkum við skóla og leikskóla, auk þess sem kannað verður hvort farið sé að reglum um notkun á öryggisbúnaði fyrir börn í ökutækjum.