8 Nóvember 2003 12:00

Lögreglan í Reykjavík hefur í sl. viku sérstaklega einbeitt sér að umferðarmálum í Breiðholti. Að þessu sinni var sérstaklega kannað með hraðakstur sem sex ökumenn voru kærðir fyrir, bifreiðastöður ökutækja sem 10 athugasemdir voru gerðar við auk þess sem númer voru tekin af 6 ökutækjum vegna tryggingarmála. Veður hamlaði nokkuð þessu verkefni lögreglunnar því lögreglutækin voru talsvert upptekin vegna 92 umferðaróhappa sem urðu á þessu tímabili frá 3 til 7 nóvember.

Í næstu viku 10 til 14 nóvember verður athyglinni beint að Bústaðahverfinu þar sem fylgst verður með hraðakstri, ljósanotkun og notkun á almennum öryggisbúnaði ökutækja.