17 Nóvember 2003 12:00

Í nýliðinni viku hafði lögreglan í Reykjavík sérstaklega gætur á umferðarmálum í Bústaðahverfi. Fylgst var með hraðakstri þar sem nauðsynlegt reyndist að kæra 39 ökumenn. Þá var haft eftirlit með því að verktakar sem annast framkvæmdir á umferðarmannvirkjum á svæðinu merki framkvæmdir í samræmi við reglur.

Í þessari viku verður athygli lögreglu einkum beint að svæðinu við Laugardalinn, þar sem fylgst verður með hraðakstri, hvort notaðir sé farsímar án handfrjáls búnaðar og kannað með réttindi til akstur á flutningabifreiðum.