28 Nóvember 2003 12:00
Umferðareftirlit lögreglunnar í Reykjavík í þessari viku hefur beint að vesturbænum og Seltjarnarnesi. Veður og aðstæður því tengt hafa sett nokkrar skorður á aðgerðir lögreglu og beindust aðgerðirnar því einkum að bifreiðum sem var lagt ólöglega 13 voru sektaðir af þessum sökum og ein bifreið fjarlægð með krana vegna stöðu sinnar. Skráningarnúmer voru tekin af 3 ökutækjum og rætt við 3 ökumenn vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti og 4 fyrir að nota ekki stefnuljós.
Á næstu vikum verður athygli lögreglu einkum beint gegn ölvunarakstri. Byggt verður að svipuðum aðgerðum í umdæminum eins og á saman tíma í fyrra. Ökumenn eru því minntir á að aka ekki eftir að hafa neytt áfengis.