26 September 2005 12:00

Eins og áður var boðað var lögreglan í Reykjavík með hraðamælingar við grunnskólana í Voga og Heimahverfi í síðustu viku. Mældur var m.a. hraði bifreiða sem óku um  Skeiðarvog, Langholtsveg og Álfheima. Allt götur með 50 km. hámarkshraða. Mældur var hraði  1.073 ökutækja sem um þessar götur óku og reyndust ökumenn 15 þeirra hafa ekið hraðar en lög leyfa og hljóta sekt fyrir. Er þetta rúmlega 1% þeirra sem um göturnar óku meðan mælingar áttu sér stað, sá sem hraðast fór ók á 74 km. hraða.  Eins og áður hefur komið fram fara hraðamælingarnar fram með hraðamyndavélum sem eru í ómerktum lögreglubifreiðum. Í vikunni sem leið var að venju mældur hraði bifreiða sem óku um Hvalfjarðargöng.  Hraði  6.363 ökutækja vara mældur og reyndist 131 ökumaður þessara ökutækja hafa ekið yfir leyfðum mörkum.

Lögreglan í Reykjavík áætlar að á næstu tveimur vikum verði hraði ökutækja sem aka um  Norðurfell, Neshaga, Hamrahlíð, Gullteig, Fjallkonuveg, Hamravík, Safamýri og

Hörgsland mældur.  Allt eru þetta götur sem illa komu út í fyrri hraðamælingum.