10 Mars 2008 12:00
Mælingar munu gerðar eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva. Sérstök áhersla mun lögð á hverfi í námunda við skóla á grunn- og leikskólastigi. Markmið lögreglu er að ná umferðarhraða niður þar sem þess er þörf og telur að það sé best gert með upplýstri umræðu.
Niðurstöður mælinganna verða kynntar á vef lögreglunnar að þeim loknum auk þess sem þær verða sendar yfirvöldum í viðkomandi sveitarfélagi. Áætlað er að verkefni þetta hefjist formlega þriðjudaginn 11. mars en þá verður myndavélabifreið lögreglunnar staðsett í Hafnarfirði.