1 Desember 2014 16:00

Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði og tveir í Garðabæ. Þrír voru teknir á föstudagskvöld, sjö á laugardag og þrír á sunnudag. Þetta voru ellefu karlar á aldrinum 18-53 ára og tvær konur, 19 og 42 ára.

Lögreglan var annars víða við eftirlit og t.d. voru rúmlega hundrað og fimmtíu ökumenn

stöðvaðir í miðborginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti. Tveimur þeirra var gert að hætta akstri en þeir höfðu neytt áfengis en voru undir refsimörkum.