9 Október 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist sérstaklega með notkun stefnuljósa, öryggisbelta og farsímanotkun án handfrjáls búnaðar þessa dagana í tengslum við aukið umferðareftirlit í október.

Því er skemmst frá að segja að síðustu tvo daga hafa 43 ökumenn fengið sektir fyrir slík brot, einn fyrir að vanrækja umferðarmerki, þrír fyrir að vanrækja merkjagjöf, 17 ökumenn fyrir að tala í síma án notkunar handfrjáls búnaðar og loks 22 ökumenn fyrir að nota ekki öryggisbelti. Við hvetjum ökumenn til að gæta sérstaklega að þessum atriðum enda alltaf leiðinlegt fyrir ökumenn að fá sekt.