15 Febrúar 2017 17:43
Á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar, verða umferðarljós á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Grafarvogi endurnýjuð. Slökkt verður tímabundið á ljósunum eftir kl. 9 þegar morgunumferðin er að mestu gengin niður.
Gert er ráð fyrir að ljósin verði óvirk fram eftir degi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á gatnamótunum og taka mið af lækkuðum umferðarhraða.