1 Febrúar 2017 16:19

Þegar umferðarljós eru ekki virk taka umferðarmerkin við, en á öllum gatnamótum þar sem umferðarljós má finna eru einnig biðskyldumerki sem gilda fyrir aðra hvora umferðarátt. Stundum kemur fyrir að umferðarljós detta út, ýmist vegna bilana eða óhappa. Í langflestum tilvikum endurræsa umferðarljósin sig fljótt aftur, en stundum virka þau ekki um lengri tíma.