31 Janúar 2017 12:55

Í fyrramálið, miðvikudagsmorguninn 1. febrúar, frá kl. 9.30 verða umferðarljós við Gullinbrú/Fjallkonuveg í Grafarvogi óvirk vegna uppfærslu á stýrikerfi. Við það detta umferðarljósin út og hefðbundin umferðarréttur gildir, með biðskyldu fyrir umferð sem ekur eftir Fjallkonuvegi. Vegna þessa verður hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst og biðjum við ökumenn að virða það, sýna varkárni og tillitssemi við aðra ökumenn. Umferðarljósin verða óvirk fram eftir degi.