9 Janúar 2017 10:30

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns jeppabifreiðar í tengslum við rannsókn hennar á umferðaróhappi við Vatnsstíg 16 í Reykjavík (Skúlagötumegin) þriðjudaginn 20. desember 2016 kl. 14.04. Jeppinn er með svokallað tengdamömmubox á toppnum, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram, en hafi aðrir orðið vitni að óhappinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar um málið í tölvupósti á netfangið benedikt.lund@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

umferdarohapp