17 Desember 2015 14:14

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók Toyota Corolla bifreið, dökkblárri að lit, á vegfaranda á móts við Hraunbæ 52 í Árbæ mánudagsmorguninn 30. nóvember sl. á milli kl. 7 og 8. Ekki er víst að ökumaðurinn hafi orðið þess var, en bifreiðinni, sennilega árgerð 1997-2001, var ekið strax af vettvangi. Við óhappið brotnaði hliðarspegillinn, ökumannsmegin, af bifreiðinni, en spegilinn má sjá á meðfylgjandi mynd.

Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram, en hafi aðrir orðið vitni að óhappinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar um málið í tölvupósti á netfangið sigurdur.petursson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ökumanns leitað