14 Janúar 2016 17:28
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Fífuhvammsvegi í Kópavogi laugardaginn 2. janúar um kl. 14.35. Þar var fólksbíl ekið suður Dalveg og áfram á aðrein inn á vinstri akrein á Fífuhvammsveg í vestur og í veg fyrir rauðan Opel Corsa. Ökumaður síðarnefnda bílsins sveigði frá til að koma í veg fyrir árekstur og hafnaði á grindverki, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ók af vettvangi, en talið er að um sé að ræða rauðan fólksbíl.
Þeir sem urðu vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gylfis@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.