21 Desember 2016 15:55

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðastæði á jarðhæð fyrir framan Norðurturninn í Smáralind í gær, þriðjudaginn 20. desember, á tímabilinu frá kl. 7.45 – 17. Þar var ekið utan í Skoda, sem var kyrrstæður í bifreiðastæði, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þeir sem urðu vitni að óhappinu, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á skrifstofutíma í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið heimir@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaðurinn, sem olli tjóninu, er jafnframt hvattur til að gefa sig fram.

umferdarohapp-copy