11 Janúar 2016 18:40

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að fara varlega í umferðinni, en henni hafa borist tilkynningar um á annan tug umferðaróhappa í dag. Þá hefur enn fremur verið töluvert um slys á gangandi vegfarendum, en margir hafa dottið illa í hálkunni í dag. Allnokkrir hafa verið fluttir á slysadeild vegna þessa, m.a. með beinbrot, en slysin hafa átt sér stað víða í umdæminu. Lögreglan ítrekar því varnaðarorð sín um þeir sem eru á ferðinni fari varlega.