4 Mars 2008 12:00

Áttatíu og þrjú umferðaróhöpp var tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en sjö þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Flest óhöppin voru minniháttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í tíu tilfellum var um afstungu að ræða.

Margir ökumenn voru á hraðferð um helgina en tuttugu og sex voru teknir fyrir hraðakstur í umdæminu. Meirihluti þeirra, eða fimmtán, voru mældir á yfir 100 km hraða. Slíkur akstur, í ljósi aðstæðna um helgina, er forkastanlegur.