23 Maí 2005 12:00

Þann 4. maí síðastliðinn hófst Umferðarskólinn „Ungir vegfarendur“. Umferðarskólinn er samstarfsverkefni lögreglunnar og Umferðarstofu. Í ár var fyrirkomulaginu breytt þannig að nú eru leikskólarnir heimsóttir en áður komu leikskólabörnin í næsta grunnskóla þar sem fræðslan fór fram.

Umferðarskólinn er ætlaður 5 og 6 ára börnum, í ár eru það börn fædd 1999 og 2000. Börnunum eru kenndar umferðarreglurnar og að þekkja þær hættur sem þeim ber að varast í umferðinni. Að lokinni fræðslu fá börnin að horfa á bíómynd sem sérstaklega var búin til fyrir Umferðarskólann. Felix Bergsson sem sá um gerð hennar og leikur hann einnig aðalhlutverkið.

Í lokin fá börnin poka til að hafa með heim sem í er að finna smá glaðning.

Áætlað er að Umferðarskólanum ljúki þann 16.júní næstkomandi.