Frá vettvangi á Þingvallavegi.
14 Júlí 2015 17:24

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 5. – 11. júlí.

Sunnudaginn 5. júlí kl. 10.47 féll hjólreiðamaður, þátttakandi í þríþrautakeppni, á götuna við gatnamót Suðurhellu og Hraunhellu. Hann var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 6. júlí. Kl. 13.38 varð árekstur tveggja bifreiða á Reykjanesbraut við Strandgötu. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar festist inni í bifreiðinni. Eftir að tekist hafði að losa ökumanninn var hann fluttur á slysadeild. Og kl. 14.37 varð árekstur tveggja jeppabifreiða á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Umferðarljós eru við gatnamótin. Önnur bifreiðin valt eftir áreksturinn. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 7. júlí. Kl. 15.42 ók ökumaður bifhjóls á mannlausa bifreið á Kistumel. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 18.10 varð drengur fyrir hjólreiðamanni, sem hjólaði vestur Rastargötu. Báðir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 21.06 lagðist bifhjól á hliðina í lausamöl á Hvalfjarðarvegi við Meðalfellsveg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 8. júlí. Kl. 10.06 féll kona af reiðhjóli þegar hún hjólaði á kantstein við Lund í Kópavogi. Hún var flutt á slysadeild. Og kl. 17.58 var bifreið ekið vestur Þingvallaveg í Mosfellsdal. Eftir að ökumaðurinn sofnaði undir stýri lenti hún á ljósastaur við veginn, snerist og endaði á hvolfi í skurði. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 9. júlí. Kl. 8.33 varð hjólreiðamaður, sem hjólaði norður gangstétt við Snorrabraut, fyrir bifreið, sem ekið var áleiðis út af bifreiðastæði á bak við Hverfisgötu 105. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.12 flækti farþegi á reiðhjóli fót í teinunum með þeim afleiðingum að bæði hann og hjólreiðamaðurinn féllu í götuna, Hverfisgötu á móts hús nr. 29 í Hafnarfirði. Farþeginn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 11. júlí kl. 12.38 varð aftanákeyrsla á Vesturgötu við Bæjartorg í Hafnarfirði. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara varlega.

Frá vettvangi á Þingvallavegi.

Frá vettvangi á Þingvallavegi.