4 Ágúst 2015 14:22

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 26. júlí – 1. ágúst.

Mánudaginn 27. júlí kl. 17.15 féll farþegi við í strætisvagni er honum var hemlað skyndilega í Mjódd til að koma í veg fyrir aftanákeyrslu. Farþeginn hlaut áverka á höfði og var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 28. júlí kl. 20.44 féllu ökumaður og farþegi af vespu, sem ekið var niður brekku á gangstétt sem liggur milli Orkunnar í Spönginni og Borgarvegs. Báðir voru hjálmlausir. Þeir voru fluttir á slysadeild.

Miðvikudaginn 29. júlí kl. 8.40 varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Eiðsgranda og Öldugranda. Þarna hafði bifreið verið ekið Eiðsgranda til vesturs að fyrrnefndum gatnamótum og ökumaðurinn síðan beygt til vinstri áleiðis inn á Öldugranda og í veg fyrir bifreið sem var ekið Eiðsgranda til austurs. Við áreksturinn hafnaði fyrrnefnda bifreiðina á kyrrstæðu ökutæki, sem hafði verið ekið Öldugranda til norðurs og að gatnamótunum.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni.