Frá vettvangi við Hafravatnsrétt.
7 September 2015 16:23

Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sjö umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 30. ágúst – 5. september.

Sunnudaginn 30. ágúst kl. 14.26 velti erlendur ferðamaður fjórhjóli á slóða við Hafravatnsrétt. Hann var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 2. september. Kl. 8.04 féll ungur drengur af reiðhjóli í Funahvarfi við Vatnsendaskóla. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 12.03 varð gangandi vegfarandi fyrir hjólreiðarmanni á göngubrú frá Borgartúni yfir Kringlumýrarbraut. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.33 lenti kona á reiðhjóli á tré við þröngan göngustíg í Öskjuhlíð. Hún var flutt á slysadeild.

Fimmtudaginn 3. september kl. 7.08 féll kona á reiðhjóli eftir að hafa reynt að taka U-beygju í Klettagörðum við Héðinsgarða. Hún var flutt á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 4. september. Kl. 15.40 varð hjólreiðamaður fyrir bifreið við Breiðholtsbraut á móts við Norðurfell. Óhappið varð með þeim hætti að bifreið var ekið austur Breiðholtsbraut á hægri akrein og á reiðhjólamann sem hjólaði eftir gangbraut þvert á Breiðholtsbraut. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.27 varð barn á reiðhjóli fyrir bifreið í Blikaási. Það var flutt á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni.

Frá vettvangi við Hafravatnsrétt.

Frá vettvangi við Hafravatnsrétt.