Frá vettvangi á gatnamótum Suðurgötu og Guðbrandsgötu.
12 Október 2015 11:29

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 4. – 10. október.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 6. október. Kl. 11.08 var bifreið ekið utan í vespu á Vífilsstaðavegi við Hafnarfjarðarveg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Kl. 16.33 varð árekstur með bifreið, sem ekið var norður Suðurgötu og beygt áleiðis vestur Guðbrandsgötu, og bifreið , sem ekið var suður Suðurgötu. Þrennt var flutt á slysadeild. Og kl. 19.32 var bifreið ekið aftan á aðra á Vífilsstaðavegi við gangbraut nálægt Garðatorgi. Farþegi í fremri bifreiðinni var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 9. október kl. 6.41 varð hjólreiðamaður fyrir bifreið á Kársnesbraut við Sæbólsbraut. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni.

Frá vettvangi á gatnamótum Suðurgötu og Guðbrandsgötu.

Frá vettvangi á gatnamótum Suðurgötu og Guðbrandsgötu.