Frá vettvangi á Vesturlandsvegi.
21 Október 2015 19:37

Í síðustu viku slösuðust tólf vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. október.

Sunnudaginn 11. október kl. 10.59 var bifreið ekið á vegrið á Vesturlandsvegi skammt austan við N1. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 12. október. Kl. 0.43 var bifreið ekið um Reykjavíkurveg, upp á hringtorg við Vesturgötu og á dælustöð, sem þar er. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.12 var bifreið ekið á bílskúrshurð við Hraunhvamm. Ökumaðurinn, hjartasjúklingur, var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 13. október kl. 18.32 var bifreið ekið á ljósastaur við Kringlumýrarbraut á móts við N1 í Fossvogi. Ökumaðurinn mun hafa fengið flogaveikiskast við aksturinn. Hann var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 15. október kl. 16.59 varð aftanákeyrsla á Hringbraut við Njarðargötu. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 16. október kl. 11.50 var aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 17. október kl. 17. 49 varð árekstur með bifreið sem var ekið vestur Sævarhöfða og beygt áleiðis suður Bratthöfða, í veg fyrir bifreið sem ekið var austur austur Sævarhöfða. Farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.09 var bifreið ekið norður Fífuhvammsveg, upp á hringtorg við Ársali og á ljósastaur við veginn. Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á slysaeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni.

Frá vettvangi á Vesturlandsvegi.

Frá vettvangi á Vesturlandsvegi.