26 Janúar 2016 13:49
Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 17. – 23. janúar.
Mánudaginn 18. janúar kl. 12.18 varð árekstur með bifreið, sem ekið var austur Bíldshöfða, og bifreið, sem ekið var norður Höfðabakka. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 19. janúar. Kl. 9.34 sporreistist vélsleði við hringtorg Gulaþings og Dalaþings. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.36 var bifreið ekið suður Suðurlandsveg. Þegar ökumaðurinn var á móts við Hafravatnsafleggjarann blindaðist hann af háum ljósum flutningabifreiðar, sem ekið var á móti, með þeim afleiðingum að bifreið hans fór fyrst utan í vegrið hægra megin við veginn og síðan á vegrið vinstra megin við hann. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni – ekki síst núna þegar snjór þekur jörð og búast má við hálku sérhvern dag.