15 Mars 2016 16:21
Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 6. – 12. mars.
Mánudaginn 7. mars. kl. 22.53 varð árekstur með bifreið, sem ekið var suður Kaplahraun, og bifreið, sem ekið var austur Drangahraun. Báðir ökumennirnir og farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
Miðvikudaginn 9. mars kl. 19.22 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut til suðurs við Selásbraut. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 11. mars kl. 12.56 varð árekstur með bifreið, sem ekið var austur Bústaðaveg, og bifreið, sem ekið var vestur Bústaðaveg og beygt áleiðis suður Flugvallaveg. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 12. mars. Kl. 8.18 var bifreið ekið Gullinbrú til norðurs, aftan á kyrrstæða bifreið við gatnamót Fjallkonuvegar, á umferðarsljósavita við gatnamótin og framan á kyrrstæða á akbrautinni á móti, sem kastaðist framan á kyrrstæða bifreið aftan hennar. Ökumaður síðastnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Ökumaður fyrstnefndu bifreiðarinnar er grunaður um ölvunarakstur. Og kl. 18.16 var aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Álftanesveg. Ökumaður og farþegi í fremri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið og ökumaður og farþegi í síðarnefndu bifreiðinni leituðu sjálfir aðstoðar á slysadeild vegna eymsla.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni – ekki síst núna þegar snjór þekur jörð og búast má við hálku sérhvern dag. Mikilvægt er að þrífa framrúðuna reglulega svo útsýni ökumanns verði óhindrað – sérstaklega þessa dagana þegar sólin er lágt á lofti.