Frá vettvangi á Bæjarhálsi.
21 Mars 2016 12:07

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 13. – 19. mars.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 15. mars. Kl. 8.42 varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið við Dugguvog 3. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 17.39 lenti hjólreiðamaður, sem hjólað hafði til norðurs eftir gangstétt við Háaleitisbraut 68, fyrir bifreið, sem ekið var frá bifreiðastæði við húsið áleiðis út á götuna. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 22.29 var bifreið ekið um Ásbraut frá Vörðutorgi. Þegar ökumaður leit stutta stund útundan sér lenti bifreiðin á tveimur umferðarmerkjum við götuna. Farþegi í bifreiðinni var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 17. mars. Kl. 9.36 var bifreið ekið utan í vinstri hlið bifreiðar, sem ekið var suður Bæjarháls að Höfðabakka. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.01 varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Björtuhlíð. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni.

Frá vettvangi á Bæjarhálsi.

Frá vettvangi á Bæjarhálsi.