Frá vettvangi við Arnarbakka.
25 Apríl 2016 10:50

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 17. – 23. apríl.

Sunnudaginn 17. apríl kl. 20.26 varð árekstur með bifreið, sem ekið var austur Kristnibraut, og bifreið, sem ekið var norður Kirkjustétt. Farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni og ökumaður þeirrar síðarnefndu voru fluttir á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 18. apríl. Kl. 15.13 var bifreið ekið austur Arnarbakka og á ljósastaur við Stöng. Ökumaðurinn mun hafa fengið aðsvif áður en óhappið varð. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 18.17 varð drengur á reiðhjóli fyrir bifreið í Vallengi. Drengurinn hafði hjólað eftir göngustíg frá Skólavegi og áleiðis yfir hraðahindrun. Hann var færður á slysadeild til skoðunar. Og kl. 19.48 lenti hjólreiðamaður á öðrum hjólreiðamanni, sem fallið hafði fyrir framan hann, á gamla Álftanesveginum. Fyrrnefndi hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni.

Frá vettvangi við Arnarbakka.

Frá vettvangi við Arnarbakka.