6 Mars 2012 12:00

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. Þar var bíl ekið út af veginum en rannsókn lögreglu beinist m.a. að því hvort um ofsaakstur hafi verið að ræða. Fimm karlar voru í bílnum og slösuðust þeir allir, þar af tveir alvarlega. Hinir síðarnefndu voru báðir farþegar í bílnum en grunur leikur á að annar þeirra hafi ekki verið í bílbelti.

Annað umferðarslys varð einnig á höfuðborgarsvæðinu á laugardag en um hádegisbil var ekið á sjö ára stúlku við Árbæjarlaug. Stúlkan var flutt á slysadeild en hún brákaðist á fæti. Sem fyrr minnir lögreglan ökumenn á að aka varlega í umferðinni en það á við alltaf og alls staðar.

Frá vettvangi á Reykjanesbraut.