Frá vettvangi á Fjarðarhrauni.
8 Nóvember 2016 16:20

Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 30. október – 5. nóvember.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 31. október. Kl. 2.43 var bifreið ekið út af Vatnsendavegi vestan hesthúsabyggðar þar sem hún valt við aflíðandi beygju á veginum. Ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvunarakstur, var handtekinn í nágrenninu. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.39 varð aftanákeyrsla á Miklubraut við Háaleitisbraut. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17.23 var bifreið ekið suður Fjarðarhraun og aftan á kyrrstæða bifreið við gatnamót Hjallahrauns. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin áfram og lenti aftan á kyrrstæðri bifreið framan hennar. Farþegi í öftustu bifreiðinni var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 23.49 var bifreið beygt utan í vinstri hlið bifreiðar á Stekkjarbakka á leið til austurs. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 3. nóvember. Kl. 0.34 varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Flatahraun. Ökumaður og tveir farþegar fremri bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild. Og kl. 14.33 féll stúlka af reiðhjóli við leikskólann Hörðuvelli við Tjarnargötu. Hún var flutt á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 4. nóvember. Kl. 8.11 varð stúlka undir bifreið á bifreiðastæði við Rimaskóla. Hún var flutt á slysadeild. Og kl. 18:44 var bifreið ekið norður Reykjanesbraut og á ljósastaur við brautina gegnt Kaldársvegi (brú). Ökumaðurinn hafði sofnað undir stýri með framangreindum afleiðingum. Honum og farþega var ekið á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.

Frá vettvangi á Fjarðarhrauni.

Frá vettvangi á Fjarðarhrauni.