Á mótum Borgavegar og Strandvegar.
25 Janúar 2017 17:15

Í síðustu viku slösuðust tuttugu og fimm vegfarendur í fjórtán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 15. – 21. janúar.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 15. janúar. Kl. 3.05 var lögreglubifreið ekið framan á bifreið í Urriðakvísl. Ökumaður og farþegi lögreglubifreiðarinnar leituðu sér í framhaldinu aðstoðar á slysadeild. Kl. 16.01 var bifreið ekið af beygjuakrein Hamrabergs og áleiðis í veg fyrir bifreið, sem var ekið suður Reykjanesbraut. Til að koma í veg fyrir árekstur beygði ökumaður þeirrar bifreiðar til hægri og lenti hún þá utan í bifreið, sem var ekið suður hægri akreinina og hafnaði síðan á vegriði utan vegar. Ökumaður fyrstnefndu bifreiðarinnar, hvítrar Toyota Auris fólksbifreiðar, var ekið á brott af vettvangi. Ökumaður þeirrar er lenti á vegriðinu var fluttur á slysadeild. Og kl. 22.24 varð árekstur með bifreið, sem var ekið austur Bústaðaveg, og bifreið, sem var ekið suður Reykjanesbraut. Báðir ökumennirnir og farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Mánudaginn 16. janúar kl. 14.38 var bifreð ekið austur Þingvallaveg skammt austan Vesturlandsvegar og út af veginum þar sem hún valt á hliðina. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 17. janúar. Kl. 13.27 var bifreið ekið suður Reykjanesbraut. Á móts við Álverið fékk ökumaður aðsvif og hafnaði á ljósaumferðarmerki og vegriði er aðskilur akbrautir. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.39 varð sex bifreiða aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut til vesturs milli Suðurlandsvegar og Selásbrautar. Fernt var flutt á slysadeild.

Sjö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 18. janúar. Kl. 7.57 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Gullinbrú og beygt áleiðis austur Stórhöfða, og bifreið, sem var ekið norður Höfðabakka. Farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni og ökumaður þeirrar síðarnefndu voru fluttir á slysadeild. Kl. 8.05 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Listabrautar og Háaleitisbrautar. Annarri bifreiðinni var ekið norður Háaleitisbraut og beygt vestur Listabraut þegar hinni var ekið suður Háaleitisbraut. Ökumaður hennar var fluttur á slysadeild. Kl. 8.12 varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið á bifreiðastæði húss við Lyngás. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 8.31 varð árekstur með bifreið, sem var ekið austur Víðinesveg og beygt áleiðis norður Vesturlandsveg, og bifreiðar, sem var ekið norður veginn. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Kl. 11.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Hafnarfjarðarveg, og bifreið, sem var ekið suður Vífilsstaðaveg. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Kl. 23.05 var bifreið ekið suður frárein Hafnarfjarðarvegar, beygt austur Arnarnesveg og á veghandrið þar á mislægum gatnamótum. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild. Og kl. 23.14 var bifreið ekið á ljósastaur við gatnamót Borgavegar og Strandvegar. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.

Föstudaginn 20. janúar kl. 22.33 varð gangandi vegfarandi á leið norður yfir Seljaskóga við Ársel fyrir bifreið, sem var ekið vestur götuna. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfarenda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.

Á mótum Borgavegar og Strandvegar.

Á mótum Borgavegar og Strandvegar.