13 Febrúar 2017 10:03

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 5. – 11. febrúar.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 5. febrúar. Kl. 13.20 féll hjólreiðamaður af hjólinu í Hjálmholti. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 15.54 féll hjólreiðamaður af hjólinu í Grundarlandi. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.23 varð árekstur með bifreiðum á bifreiðastæði við Smáralind. Annarri bifreiðinni var ekið til austurs og hinni til suðurs. Farþegi í síðarnefndu bifreiðinni var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.