19 Apríl 2017 14:08
Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. apríl.
Fimmtudaginn 13. apríl kl. 9.09 var bifreið ekið aftur á bak austur Týsgötu og á tvo gangandi vegfarendur, sem voru á leið yfir götuna gegnt Óðinstorgi. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 15. apríl. Kl. 2.30 var bifreið ekið austur Reykjanesbraut og í aðrein að Miklubraut þar sem hún valt utan vegar. Tveir farþegar og ökumaður voru fluttir á slysadeild. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Og kl. 10.36 varð aftanákeyrsla á Strandvegi við Hallsveg á leið til norðurs. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.