Frá vettvangi á Heiðmerkurvegi.
2 Maí 2017 11:55

Í síðustu viku slösuðust átta vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 23. – 29. apríl.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 23. apríl. Kl. 16.55 valt bifreið á Heiðmerkurvegi við Hjallaflatir, á leið til austurs. Tveir farþegar auk ökumanns, voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.28 var bifreið ekið á steinvegg við Laugardalsvöllinn. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 26. apríl kl 17.13 var bifreið ekið austur Suðurlandsveg og á hægra afturhorn kyrrstæðrar bifreiðar á veginum við afleggjarann að Elliðakoti. Fyrrnefnda bifreiðin hafnaði utan vegar eftir óhappið. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 27. apríl kl. 13.47 var bifreið ekið vestur Vesturlandsveg og á ljósastaur í Ártúnsbrekku. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 28. apríl kl. 14.21 duttu tvær stúlkur af vespu er henni var ekið norður gangstétt Bæjarbrautar við Bæjarhól. Báðar voru þær fluttar á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.

Frá vettvangi á Heiðmerkurvegi.