Frá vettvangi við Hafnarfjarðarveg.
26 Febrúar 2018 09:53

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 18. – 24. febrúar.

Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 19.35 var bifreið ekið vestur Bústaðaveg og á vegrið við gatnamót Flugvallavegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 23. febrúar kl. 19.35 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið austur Borgartún. Farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 24. febrúar kl. 14.31 var bifreið ekið norður Hafnarfjarðarveg, í afrennsli að Digranesvegi, og á ljósastaur eftir að bifreið virðist hafa viljandi verið ekið utan í hana í afrennslinu. Við áreksturinn valt bifreiðin heila veltu. Meintur gerandi stöðvaði ekki á vettvangi. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða, bifreiða eða reiðhjóla.

Frá vettvangi við Hafnarfjarðarveg.