Frá vettvangi á Sæbraut.
7 Janúar 2019 14:36

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 30. desember – 5. janúar.

Sunnudaginn 30. desember kl. 21.56 varð árekstur með bifreið, sem var ekið frá bifreiðastæðum við Smáratorg í hringtorg á Dalvegi, og bifreið, sem var ekið um hringtorgið. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 2. janúar kl. 16.29 rann bifreið, sem skilin hafði verið eftir í halla á Öldugötu í Hafnarfirði, yfir ökumanninn. Hann var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.59 féll bifhjólamaður af hjóli sínu á Mímisbrunni á milli Gefjunnartorgs og Iðunnartorgs. Hann var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 4. janúar. Kl. 11.20 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.10 varð árekstur með bifreið, sem var ekið austur Sæbraut og beygt norður Sundagarða, og bifreið, sem var ekið vestur Sæbraut. Við áreksturinn kastaðist fyrrnefnda bifreiðin á kyrrstæða bifreið við gatnamótin. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.

Frá vettvangi á Sæbraut.