16 Júlí 2019 10:02

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 7. – 13. júlí, en alls var tilkynnt um 23 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 7. júlí kl. 16.56 missti ökumaður á leið vestur Vesturlandsveg, á móts við Lambhagaveg, stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og hafnaði út í Úlfarsá. Ökumaðurinn, sem talið er að hafi fengið krampa vegna flogakasts í aðdraganda slyssins, var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 12. júlí. Kl. 7.46 missti ökumaður bifreiðar, sem var ekið vestur afrein frá Miklubraut inn að Skeiðarvogi, stjórn á henni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði í trjágróðri utan vegar. Farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild. Kl. 19.51 var númerslausri vespu ekið í hlið bifreiðar, sem ók Tangabryggju í suður og inn á Sævarhöfða í vestur. Tveir unglingspiltar voru á vespunni og hugðist annar þeirra, hjálmlaus farþegi, ætla að leita sér aðhlynningar í framhaldinu. Og kl. 22.12 rákust saman tveir reiðhjólmenn, sem voru á suðurleið á gangstétt við Engjaveg/Múlaveg. Annar þeirra var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi við Skeiðarvog.