22 Ágúst 2019 09:53

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. ágúst, en alls var tilkynnt um 21 umferðaróhapp í umdæminu.

Þriðjudaginn 13. ágúst kl. 20.38 hjólaði maður á hliðargrind á göngustíg á Kársnesi, neðan við Sunnubraut, og féll á stíginn. Reiðhjólamaðurinn, sem var með hjálm, var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 12.31 varð þriggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut í Fossvogi. Bílarnir voru allir á suðurleið, en þegar ökumaður eins þeirra hugðist færa sig yfir á vinstri akrein, þar sem fyrir var annað ökutæki, leiddi það til áreksturs. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.