18 September 2019 14:26

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 8. – 14. september, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Mánudaginn 9. september kl. 13.56 varð aftanákeyrsla á Miklubraut við gatnamót Háaleitisbrautar. Bifreiðin sem ekið var á var á vesturleið, en hafði numið staðar á rauðu ljósi. Ökumaður hennar var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 11. september kl. 11.41 féll reiðhjólamaður af hjóli sínu á Hofsvallagötu á móts við sundlaug Vesturbæjar. Hann var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 12. september kl. 19.56 féll bifhjólamaður af hjóli sínu á grasbala við Stórateig. Hann var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn var réttindalaus.

Föstudaginn 13. september kl. 19.28 féll bifhjólmaður af hjóli sínu á Nýbýlavegi, en hann ók í austur í átt að Breiðholtsbraut. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, sagðist hafa misst stjórn á hjólinu þegar hann reyndi að forðast árekstur við bifreið, sem var ekið Dalveg og inn á gatnamótin. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi á Miklubraut.